María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 15:00 María Þórisdóttir er komin aftur í landsliðið og ætlar til Hollands. vísir/getty María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira