Sport

Enn verið að svipta íþróttamenn verðlaunum frá ÓL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fedoryshyn er hér í rauðu í úrslitaglímu í Peking. Hann fékk silfur eftir hana en á það silfur ekki lengur.
Fedoryshyn er hér í rauðu í úrslitaglímu í Peking. Hann fékk silfur eftir hana en á það silfur ekki lengur. vísir/getty
Þrír íþróttamenn þurftu að skila verðlaunum sínum frá ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012 í gær. Þeir bætast við stóran hóp íþróttamanna sem hafa mátt gera slíkt hið sama síðustu mánuði.

Það er enn verið að fara í gegnum lyfjapróf frá þessum tveimur leikum með nýjustu tækni og þá hefur ýmislegt gruggugt komið í ljós. Svindlararnir eru nefnilega alltaf skrefi á undan tækninni en upp komast svik um síðir.

Glímukappinn Artur Taymazov frá Úsbekistan vann gull á ÓL árið 2008 og þarf að skila sínum verðlaunum. Silfurverðlaunahafi frá sömu leikum, Vasyl Fedoryshyn frá Úkraínu, þarf einnig að skila sínum verðlaunum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi.

Rússneska lyftingakonan Svetlana Tsarukaeva féll einnig á lyfjaprófi en hún fékk silfur á ÓL í London.

Yfir 100 íþróttamenn hafa fallið á þessum endurteknu skoðunum á sýnunum frá leikunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×