Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. apríl 2017 08:29 Hamilton og Vettel heilsast eftir keppnina í Kína. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég hóf keppnina á milliregndekkjum og ég þurfti bara að einbeita mér að því að halda bílnum á brautinni. Ég er svo spenntur fyrir framhaldinu því þessi barátta við Ferrari er raunveruleg,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Ég var bara óheppinn með það að öryggisbíllinn skemmdi tilraun mína til að gera eitthvað annað. Eftir að ég losnaði úr lestinni með Kimi [Raikkonen] átti ég afar spennandi keppni. Hefði hún þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég geta keppt meira við Lewis,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Þetta var erfitt í dag. Ég var ekki alveg með rétt jafnvægi í bílnum eftir að hafa ekki tekið þátt í tímatökunni í gær. Það er mikill bónus að ná verðlaunapallinum í dag. Ég bjóst ekki við því enda ræsti ég sextándi,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum. Verstappen ók afspyrnu vel í dag, hann ræsti 16. en endaði þriðji. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast, hörð barátta við Ferrari er komin til að vera í ár. Valtteri [Bottas] kastaði þessu frá sér í upphafi fyrir aftan öryggisbílinn. Hann þarf bara að læra af þessu og halda svo áfram, hann getur það,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.Max Verstappen gat sötrað smá kampavín eftir keppnina. Enda ekki á hverjum degi sem maður ræsir Formúlu 1 keppni 16. og endar þriðji.Vísir/Getty„Við tókum réttar ákvarðanir í dag um keppnisáætlanir. Við komum okkur fram úr Ferrari en höfðum ekki hraðann í dag til að halda þeim fyrir aftan okkur. Glæsilegur dagur hjá Max í dag sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hvar hann byrjaði keppnina,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Sem lið er frábært að ná þriðja og fjórða sæti. Ég hefði viljað geta gert meira undir lokin til að reyna að stela verðlaunasætinu af Max,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull bílnum í dag. „Bíllinn var góður þegar dekkin voru ný en við virtumst missa framdekkin hratt. Við hefðum kannski átt að skipta um dekk fyrr. Það hefði getað skipt máli,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fimmti á Ferrari bílnum. „Ég var að reyna að halda hita í dekkjunum fyrir aftan öryggisbílinn og missti stjórn á bílnum og snéri honum. Hraðinn var fínn undir lokin en þetta voru heimskuleg mistök hjá mér,“ sagði Valtteri Bottas sem endaði sjötti í dag á Mercedes bílnum. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 9. apríl 2017 07:35 Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. apríl 2017 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég hóf keppnina á milliregndekkjum og ég þurfti bara að einbeita mér að því að halda bílnum á brautinni. Ég er svo spenntur fyrir framhaldinu því þessi barátta við Ferrari er raunveruleg,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Ég var bara óheppinn með það að öryggisbíllinn skemmdi tilraun mína til að gera eitthvað annað. Eftir að ég losnaði úr lestinni með Kimi [Raikkonen] átti ég afar spennandi keppni. Hefði hún þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég geta keppt meira við Lewis,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Þetta var erfitt í dag. Ég var ekki alveg með rétt jafnvægi í bílnum eftir að hafa ekki tekið þátt í tímatökunni í gær. Það er mikill bónus að ná verðlaunapallinum í dag. Ég bjóst ekki við því enda ræsti ég sextándi,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum. Verstappen ók afspyrnu vel í dag, hann ræsti 16. en endaði þriðji. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast, hörð barátta við Ferrari er komin til að vera í ár. Valtteri [Bottas] kastaði þessu frá sér í upphafi fyrir aftan öryggisbílinn. Hann þarf bara að læra af þessu og halda svo áfram, hann getur það,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.Max Verstappen gat sötrað smá kampavín eftir keppnina. Enda ekki á hverjum degi sem maður ræsir Formúlu 1 keppni 16. og endar þriðji.Vísir/Getty„Við tókum réttar ákvarðanir í dag um keppnisáætlanir. Við komum okkur fram úr Ferrari en höfðum ekki hraðann í dag til að halda þeim fyrir aftan okkur. Glæsilegur dagur hjá Max í dag sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hvar hann byrjaði keppnina,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Sem lið er frábært að ná þriðja og fjórða sæti. Ég hefði viljað geta gert meira undir lokin til að reyna að stela verðlaunasætinu af Max,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull bílnum í dag. „Bíllinn var góður þegar dekkin voru ný en við virtumst missa framdekkin hratt. Við hefðum kannski átt að skipta um dekk fyrr. Það hefði getað skipt máli,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fimmti á Ferrari bílnum. „Ég var að reyna að halda hita í dekkjunum fyrir aftan öryggisbílinn og missti stjórn á bílnum og snéri honum. Hraðinn var fínn undir lokin en þetta voru heimskuleg mistök hjá mér,“ sagði Valtteri Bottas sem endaði sjötti í dag á Mercedes bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 9. apríl 2017 07:35 Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. apríl 2017 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 9. apríl 2017 07:35
Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. apríl 2017 21:30
Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti