Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 22:58 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprins. Vísir/EPA Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddu þættina Ófærð og Skam í ávörpum sínum í konungshöllinni í Osló í kvöld. Guðni og eiginkona hans Eliza Reid hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs en þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda. Síðast heimsóttu þau dönsku konungshjónin í lok janúar. Haraldur talaði um hvað norræn samvinna stæði styrkum fótum og nefndi í því sambandi hvernig kvennalandslið Norðmanna í handbolta hefði náð miklum árangri undir styrkri stjórn íslenska þjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hann sagði einnig að íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og norska þáttaröðin Skam hefðu styrkt menningartengsl norrænu þjóðanna. Guðni Th. kaus einnig að ræða Skam í sinni ræðu en hann sagði íslensk ungmenni hafa tekið norsku þáttaröðinni opnum örmum. Þá sagði hann íslensk ungmenni einnig vera byrjuð að sletta á norsku vegna Skam og að það væru orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka í veislu sem þessari, og uppskar mikinn hlátur fyrir vikið í veislunni. Hægt er að hlusta á ræðu Haralds og Guðna á vef norska ríkisútvarpsins hér. Dagskrá forsetahjónanna íslensku er ansi þétt í Noregi. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18