Núna small þetta og þá unnum við Telma Tómasson skrifar 24. mars 2017 13:00 Hulda var kampakát þegar gullið var fast í hendi. Stöð 2 Sport Hulda Gústafsdóttir, íþróttaknapi ársins 2016, sigraði af öryggi keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Hulda sat Birki frá Vatni, en þau eru engir nýgræðingar í greininni hafa margoft áður verið í úrslitum í fimmgangi í Meistaradeildinni, unnið marga sigra aðra og urðu íslandsmeistarar í þessari keppnisgrein í fyrra. „Við höfum verið í úrslitum hérna fjórum sinnum, alltaf eitthvað pínulítið verið að en núna small þetta og þá unnum við og það er svo gaman,“ sagði Hulda kampakát þegar gullið var fast í hendi. „Hann vinnur á því, hann Birkir, að vera jafn og hefur ekki oft verið að gera mistök, en þau eru þó dýrkeypt þegar þau koma. Í dag voru þau engin og við vonum að það verði svona til framtíðar,“ bætti Hulda við og sagðist stefna á úrtöku með Birki fyrir Heimsmeistaramót í hestaíþróttum sem fram fer í Hollandi í sumar. Það var hart barist um efstu sætin í Samskipahöllinni í gærkvöldi, þar voru stór nöfn á ráslista og fyrirséð að ekkert væri fast í hendi fyrr en öllu væri lokið. Hulda kom önnur efst inn í A-úrslitin eftir forkeppnina og gerði vel í öllum fyrstu fjórum sýningaratriðunum, tölti, brokki, feti og stökki. Áður en kom að skeiðinu – lokaatriðinu - var Hulda jöfn Jakobi Svavari Sigurðssyni í fyrsta til öðru sæti. Skeiðið réð því úrslitum og reyndist Hulda vera talsvert hærri en Jakob Svavar fyrir það atriði sem tryggði henni efsta sætið. Lokaeinkunn Huldu og Birkis frá Vatni varð 7.43. Fimmgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er meðfylgjandi myndskeið af sýningu Huldu Gústafsdóttur í forkeppninni. Niðurstöður A-úrslita í fimmgangi voru eftirfarandi: 1. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.43 2. Guðmundur Friðrik Björgvinsson - Sjóður frá Kirkjubæ - 7.21 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Skýr frá Skálakoti - 7.10 4. Þórarinn Ragnarsson - Hildingur frá Bergi - 7.02 5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7.00 6. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 6.98 7. Teitur Árnason - Hafsteinn frá Vakurstöðum - 6.38 Hestar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hulda Gústafsdóttir, íþróttaknapi ársins 2016, sigraði af öryggi keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Hulda sat Birki frá Vatni, en þau eru engir nýgræðingar í greininni hafa margoft áður verið í úrslitum í fimmgangi í Meistaradeildinni, unnið marga sigra aðra og urðu íslandsmeistarar í þessari keppnisgrein í fyrra. „Við höfum verið í úrslitum hérna fjórum sinnum, alltaf eitthvað pínulítið verið að en núna small þetta og þá unnum við og það er svo gaman,“ sagði Hulda kampakát þegar gullið var fast í hendi. „Hann vinnur á því, hann Birkir, að vera jafn og hefur ekki oft verið að gera mistök, en þau eru þó dýrkeypt þegar þau koma. Í dag voru þau engin og við vonum að það verði svona til framtíðar,“ bætti Hulda við og sagðist stefna á úrtöku með Birki fyrir Heimsmeistaramót í hestaíþróttum sem fram fer í Hollandi í sumar. Það var hart barist um efstu sætin í Samskipahöllinni í gærkvöldi, þar voru stór nöfn á ráslista og fyrirséð að ekkert væri fast í hendi fyrr en öllu væri lokið. Hulda kom önnur efst inn í A-úrslitin eftir forkeppnina og gerði vel í öllum fyrstu fjórum sýningaratriðunum, tölti, brokki, feti og stökki. Áður en kom að skeiðinu – lokaatriðinu - var Hulda jöfn Jakobi Svavari Sigurðssyni í fyrsta til öðru sæti. Skeiðið réð því úrslitum og reyndist Hulda vera talsvert hærri en Jakob Svavar fyrir það atriði sem tryggði henni efsta sætið. Lokaeinkunn Huldu og Birkis frá Vatni varð 7.43. Fimmgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og er meðfylgjandi myndskeið af sýningu Huldu Gústafsdóttur í forkeppninni. Niðurstöður A-úrslita í fimmgangi voru eftirfarandi: 1. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.43 2. Guðmundur Friðrik Björgvinsson - Sjóður frá Kirkjubæ - 7.21 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Skýr frá Skálakoti - 7.10 4. Þórarinn Ragnarsson - Hildingur frá Bergi - 7.02 5. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa 7.00 6. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 6.98 7. Teitur Árnason - Hafsteinn frá Vakurstöðum - 6.38
Hestar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira