Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. mars 2017 13:15 Þrír hröðustu menn dagsins: Valtteri Bottas (3.), Lewis Hamilton (1.) og Sebastian Vettel (2.) Vísir/Getty Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er stoltur af liðinu, hvernig það tókst á við reglubreytingarnar og árangurinn talar sínu máli. Ég er spenntur fyrir keppninni á morgun sem verður jöfn,“ sagði Hamilton. Ráspólstíminn í ár var 1.22:188 en í fyrra náði Hamilton ráspól með 1.23:837. „Við erum með góðan bíl og það er eldmóður í liðinu sem er skemmtilegt. En ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem kom Ferrari á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Singapúr 2015. „Þriðja sæti er ekki það sem ég vil. Ég náði engum fullkomnum hring í tímatökunni. Ég ætla að einbeita mér að því að ná góðum úrslitum í keppninni á morgun. Ég er einnig mjög stoltur af því að vera hluti af þessu liðið og hvernig liðið tókst á við breytingarnar,“ sagði Valtteri Bottas.Romain Grosjean átti góðan dag í Haas bílnum í dag.Vísir/Getty„Það er erfitt að finna jafnvægið í bílnum. Hver smávægileg breyting gjörbreytir öllu sem tengist jafnvæginu. Ég sá þetta koma strax á æfingum í vetur. Tímatakan er skemmtilegri á þessum bílum en keppnin verður sennilega leiðinlegri en áður, sá sem kemst fyrstur inn í fyrstu beygju mun vinna á morgun,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull. „Ég er líkamlega í lagi eftir þetta en stoltið er brotið. Ég missti bara bílinn og ég er bara feginn að þetta gerðist ekki í fyrstu lotu, svona svo ég horfi á jákvæðu hliðarnar. Ég verða að reyna að njóta þess að aka á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem setti ekki tíma í þriðju lotunni á Red Bull bílnum. „Bíllinn er afar góður, við höfum hitt naglann á höfuðið. Það er greinilega mikil geta í bílnum. Við höfum fengið hjálp frá Ferrari og ég náði góðum hring,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti á Haas bílum. Bein útsending frá fyrstu keppni tímabilsins hefst klukkan 4:30 á Stöð 2 Sport í fyrramálið. Keppnin verður að öllum líkindum hörð á milli Mercedes og Ferrari. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35 Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00 Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég er stoltur af liðinu, hvernig það tókst á við reglubreytingarnar og árangurinn talar sínu máli. Ég er spenntur fyrir keppninni á morgun sem verður jöfn,“ sagði Hamilton. Ráspólstíminn í ár var 1.22:188 en í fyrra náði Hamilton ráspól með 1.23:837. „Við erum með góðan bíl og það er eldmóður í liðinu sem er skemmtilegt. En ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem kom Ferrari á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Singapúr 2015. „Þriðja sæti er ekki það sem ég vil. Ég náði engum fullkomnum hring í tímatökunni. Ég ætla að einbeita mér að því að ná góðum úrslitum í keppninni á morgun. Ég er einnig mjög stoltur af því að vera hluti af þessu liðið og hvernig liðið tókst á við breytingarnar,“ sagði Valtteri Bottas.Romain Grosjean átti góðan dag í Haas bílnum í dag.Vísir/Getty„Það er erfitt að finna jafnvægið í bílnum. Hver smávægileg breyting gjörbreytir öllu sem tengist jafnvæginu. Ég sá þetta koma strax á æfingum í vetur. Tímatakan er skemmtilegri á þessum bílum en keppnin verður sennilega leiðinlegri en áður, sá sem kemst fyrstur inn í fyrstu beygju mun vinna á morgun,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull. „Ég er líkamlega í lagi eftir þetta en stoltið er brotið. Ég missti bara bílinn og ég er bara feginn að þetta gerðist ekki í fyrstu lotu, svona svo ég horfi á jákvæðu hliðarnar. Ég verða að reyna að njóta þess að aka á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem setti ekki tíma í þriðju lotunni á Red Bull bílnum. „Bíllinn er afar góður, við höfum hitt naglann á höfuðið. Það er greinilega mikil geta í bílnum. Við höfum fengið hjálp frá Ferrari og ég náði góðum hring,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti á Haas bílum. Bein útsending frá fyrstu keppni tímabilsins hefst klukkan 4:30 á Stöð 2 Sport í fyrramálið. Keppnin verður að öllum líkindum hörð á milli Mercedes og Ferrari.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35 Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00 Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 25. mars 2017 06:35
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 24. mars 2017 17:00
Upphitunarþáttur fyrir Formúluna Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp. 25. mars 2017 09:00