Körfubolti

12 leikir á 12 dögum: Stanslaus körfuboltaveisla hefst í kvöld og allt í beinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Keflavík mæta Íslands- og bikarmeisturum KR.
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Keflavík mæta Íslands- og bikarmeisturum KR. vísir/eyþór
Eins og fjallað var um í morgun hefst úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna í kvöld með leik Íslandsmeistara Snæfells og Stjörnunnar. Þessi leikur er aðeins byrjunin á veislunni sem er nú framundan í körfuboltanum og á Stöð 2 Sport HD.

Næstu tólf daga verða tólf leikir á dagskrá í undanúrslitum Domino´s-deildanna og verða þeir allir í beinni útsendingu á Sportinu. Þá er aðeins reiknað með því að öll einvígin fjögur klárist 3-0.

Ef öll einvígin fara í fjóra leiki verða leikirnir 16 á 16 dögum og verði körfuboltamenn svo heppnir að öll fjögur undanúrslitaeinvígin fari í oddaleik verða leikirnir 17 á næstu 17 dögum.

Sem fyrr segir ríða Snæfell og Stjarnan á vaðið í kvöld en annað kvöld mætast svo Keflavík og Stjarnan í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino´s-deildar kvenna.

Á fimmtudaginn er svo komið að strákunum en þá mætast KR og Keflavík í DHL-höllinni. Stjarnan og Grindavík mætast svo í Ásgarði á föstudagskvöldið en þar verður Domino´s-Körfuboltakvöld mætt á staðinn til að fara yfir vikuna.

Körfuboltakvöld verður svo á dagskrá fyrir og eftir alla leikina í undanúrslitum karla frá og með föstudagskvöldinu þar sem leikirnir í karla- og kvennadeildinni verða gerðir upp.

Útsending frá leik Snæfells og Stjörnunnar hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 2 HD í kvöld. Góða skemmtun næstu tólf daga.

12 leikir á 12 dögum:

28.03 Snæfell - Stjarnan, leikur 1

29.03 Keflavík - Skallagrímur, leikur 1

30.03 KR - Keflavík, leikur 1

31.03 Stjarnan - Grindavík, leikur 1

01.04 Stjarnan - Snæfell, leikur 2

02.04 Skallagrímur - Keflavík, leikur 2

03.04 Keflavík - KR, leikur 2

04.04 Grindavík - Stjarnan,leikur 2

05.04 Snæfell - Stjarnan, leikur 3

06.04 Keflavík - Skallagrímur, leikur 3

07.04 KR - Keflavík, leikur 3

08.04 Stjarnan - Grindavík, leikur 3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×