Jason endurkjörinn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 13:30 Jason var endurkjörinn. Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira