Sport

Gull hjá íslensku stelpunum í San Marínó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir með gullið.
Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir með gullið. Mynd/Keilusamband Íslands
Ísland vann gull í tvímenningi kvenna og silfur í tvímenningi karla á Smáþjóðaleikunum í Keilu sem fara fram þessa daganna í San Marínó.

KFR-stelpurnar Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir tryggðu sér gullið í tvímenningi kvenna eftir öruggan sigur á stelpum frá Lúxemborg 406–315. Íslensku stelpurnar höfðu unnið lið frá Kýpur í undanúrslitunum.

Íslenska karlaliðið komst einnig í úrslitaleikinn en þeir Björn G. Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson slógu þar út heimamenn í San Marínó í undanúrslitunum. Í úrslitum mættu strákarnir liði Kýpur. Úrslitaleikurinn varð æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta ramma, þar sem Kýpur hafði nauman sigur 409 – 419.

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Arnar Davíð Jónsson hafa þar með unnið tvenn verðlaun á mótinu því þau unnu saman brons í parakeppni í gær.

Liðakeppnin klárast á morgun og þá nær íslenska keppnisfólkið vonandi að bæta við verðlaunum.

Mótið heitir Small Nations Cup á ensku en þetta er sýningarmót á vegum Evrópska keilusambandsins og er haldið í tengslum við Smáþjóðarleikana sem fara fram í San Marínó í sumar.

Ásgrímur H. Einarsson formaður KLÍ, Magna Ýr, Dagný Edda og Hafþór Harðarson þjálfariMynd/Keilusamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×