Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Jeff Sessions dómsmálaráðherra er hann mætti í yfirheyrslu hjá einni af nefndum öldungadeildarinnar. Nordicphotos/AFP Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira