Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Jeff Sessions dómsmálaráðherra er hann mætti í yfirheyrslu hjá einni af nefndum öldungadeildarinnar. Nordicphotos/AFP Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira