Ég ligg ekki bara í sólbaði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2017 06:30 Elvar er hér í búningi Barry þar sem hann hefur farið á kostum. Vísir7Getty „Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“ EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira