Málin útkljáð í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. mars 2017 21:30 Báðir fögnuðu eftir að fyrri bardaga þeirra lauk. Vísir/Getty UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Sjá meira
UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Sjá meira
Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00
Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15
Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30