Google sakað um dreifingu falskra frétta Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 14:45 Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því. Vísir/AFP Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira