Fótbolti

Jafnt í Rússlandi | Kaupmannahöfn tekur naumt forskot til Amsterdam

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic, framherji Man. Utd.
Zlatan Ibrahimovic, framherji Man. Utd. vísir/getty
Manchester United náði mikilvægu útivallarmarki í 1-1 jafntefli gegn FK Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leiknum lauk rétt í þessu í Rússlandi.

Henrikh Mkhitaryan skoraði mark Manchester United um miðjan fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Zlatan Ibrahimovic en Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, tefldi fram sterku liði við erfiðar aðstæður í Rússlandi.

Fékk Zlatan þá sendingu inn fyrir vörnina og náði að koma boltanum fyrir markið þar sem Henrikh stýrði boltanum í netið af stuttu færi.

Rússneski framherjinn Aleksandr Bukharov náði að jafna metin fyrir heimamenn í upphafi seinni hálfleik eftir frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Timofey Kalachev og afgreiddi hann boltann snyrtilega í netið framhjá Serge Romero.

Heimamenn voru líklegri til að bæta við marki eftir það en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli. Fara gestirnir því eflaust sáttir heim þar sem þeir mæta Chelsea um helgina í enska bikarnum.

Í Kaupmannahöfn vann FC Copenhagen 2-1 sigur á Ajax þrátt fyrir að hollenska félagið hafi verið mun meira með boltann í leiknum. 

Rasmus Falk kom Kaupmannahöfn yfir á 1. mínútu en Andreas Cornelius bætti við marki fyrir heimamenn eftir jöfnunarmark hins danska Kasper Dolberg.

Þá vann Anderlecht 1-0 sigur gegn APOEL frá Kýpur en fimm leikir hefjast nú klukkan 20:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×