Mál Brúneggja aldrei kært til ráðuneytisins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 16:30 Þessar pakkningar sjást ekki lengur í hillum stærstu verslana landsins. Vísir/Daníel Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á lögum um velferð dýra af hálfu Brúneggja hinn 25. nóvember 2016. Áður hafði Matvælastofnun upplýst ráðuneytið um að Brúnegg ehf. uppfylltu mögulega ekki skilyrði reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu með tölvupósti til ráðuneytisins þann 19. desember 2013. Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um málefni Brúneggja ehf. og upplýsingagjöf til almennings um brot á reglum um dýravelferð. Mál Brúneggja vakti athygli í kjölfar umfjöllunar Kastljóss þann 28. nóvember 2016. Þar kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigum fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að könnun Matvælastofnunar hafi leitt annað í ljós. Þótti ljóst að hænur í eigu Brúneggja hefðu búið við afar slæman aðbúnað. Matvælastofnun og eldri stofnanir höfðu eftirlit með starfsemi Brúneggja allt frá því starfsemi hófst þar fyrir rúmum tíu árum. Ýmis frávik hafi verið skráð í eftirlitsskýrslum í gegnum árin, fyrst í lok árs 2010 og aftur árið 2011 þar sem skráð voru frávik vegna fuglakóleru. Í framhaldinu var fyrirskipuð bólusetning fuglanna. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja Ástand mála óásættanlegt „Við gildistöku nýrrar reglugerðar um velferð alifugla í janúar 2015 voru sett lögbundin mörk fyrir fjölda varpfugla í lausagöngu og frá þeim tíma er ástand mála hjá Brúneggjum með öllu óásættanlegt,“ segir í svari ráðherrans. Þá var fjöldi varpfugla í lausagöngu ákvarðaður að hámarki 9 fuglar á fermetra. Þá voru skráð alvarleg frávik vegna fjölda fugal í varphúsum hjá Brúneggjum. Einnig voru skráð frávik vegna loftgæða, undirburðar, hollustuhátta og bústjórnar. Var þá krafist úrbóta ogundirbúningur hafinn að vörslusviptingu og stöðvun starfsemi. „Að loknum þeim málarekstri og að fengnum andmælum frá Brúneggjum var síðan tilkynnt um aðgerðir gegn fyrirtækinu í byrjun nóvember 2015. Fuglum var fækkað og bætt úr öðrum ágöllum en áfram var unnið með tilteknar úrbætur og þá ekki síst vegna loftræstingar.“ Eins og fyrr segir var Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á dýravelferðarlögum af hálfu Brúneggja þann 25. nóvember 2016. Þá hafði Matvælastofnun upplýst ráðuneytið að Brúnegg ehf. uppfylltu mögulega ekki skilyrði reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu með tölvupósti frá starfsmanni stofnunarinnar til ráðuneytisins hinn 19. desember 2013. Þar kom fram að Matvælastofnun taldi að neytendur væru blekktir með merkingu eggja frá Brúneggjum ehf. Þá benti Matvælastofnun á að hún hefði reglubundið eftirlit með framleiðslu eggja en þrátt fyrir það hefði stofnunin ekki eftirlit með vistvænni framleiðslu eggja. Mál Brúneggja var þó aldrei kært til ráðuneytisins og þess vegna hafði ráðuneytið ekki upplýsingar um möguleg brot á lögum um velferð dýra í fyrrgreindu máli fyrr en stuttu fyrir umfjöllun Kastljóss. Stærstu matvælaverslanir landsins lokuðu á fyrirtækið í nóvember.Vísir/Anton Úttekt á starfsumhverfi Matvælastofnunar Ráðherra hefur falið Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og dr. Ólafi Oddgeirssyni, dýralækni og framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrirtækisins Food Control Consultants Ltd. í Skotlandi, að fara yfir og gera úttekt á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. „Sérfræðingarnir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um velferð dýra og matvælaeftirlit, ásamt því að greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu,” segir í svari ráðherra. Þar segir jafnframt að starfsmenn ráðuneytisins muni fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi Matvælastofnunar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. „Sérfræðingarnir munu jafnframt skoða sérstaklega rekstur, skipulag og stjórnun stofnunarinnar og hvernig atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sinnir almennum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi hennar. Loks verður óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara varðandi framangreinda þætti, tillögum um breytingar á lögum og öðru því sem telja má að geti eflt framkvæmd með lögum um velferð dýra og matvælaeftirlit.“ Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í lok febrúar á þessu ári. Aðspurð um skýringar á því hvers vegna upplýsingar um blekkingar við merkingu matvæla hafi ekki ratað til almennigs fyrr segir ráðherra að Matvælastofnun hafi þá hvorki haft eftirlit með vistvænni landbúnaðarframleiðslu né vald til að sinna eftirliti með settum skilyrðum eða til að taka ákvarðanir vegna frávika og brota á reglugerð. Í svari ráðherra segir ennfremur að við heildarendurskoðun á lögum um matvælastofnun verði sérstaklega skoðað hvort tilefni sé til að skylda eftirlitsaðila til að upplýsa almenning og fjölmiðla um niðurstöður úr eftirliti eða ekki. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir Eigendur Múlakaffis og Dalsárrós vildu kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. 1. febrúar 2017 19:15 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Krefjast gagna frá MAST um öll alvarleg frávik í matvælaframleiðslu Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu. 5. desember 2016 12:00 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á lögum um velferð dýra af hálfu Brúneggja hinn 25. nóvember 2016. Áður hafði Matvælastofnun upplýst ráðuneytið um að Brúnegg ehf. uppfylltu mögulega ekki skilyrði reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu með tölvupósti til ráðuneytisins þann 19. desember 2013. Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um málefni Brúneggja ehf. og upplýsingagjöf til almennings um brot á reglum um dýravelferð. Mál Brúneggja vakti athygli í kjölfar umfjöllunar Kastljóss þann 28. nóvember 2016. Þar kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigum fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að könnun Matvælastofnunar hafi leitt annað í ljós. Þótti ljóst að hænur í eigu Brúneggja hefðu búið við afar slæman aðbúnað. Matvælastofnun og eldri stofnanir höfðu eftirlit með starfsemi Brúneggja allt frá því starfsemi hófst þar fyrir rúmum tíu árum. Ýmis frávik hafi verið skráð í eftirlitsskýrslum í gegnum árin, fyrst í lok árs 2010 og aftur árið 2011 þar sem skráð voru frávik vegna fuglakóleru. Í framhaldinu var fyrirskipuð bólusetning fuglanna. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja Ástand mála óásættanlegt „Við gildistöku nýrrar reglugerðar um velferð alifugla í janúar 2015 voru sett lögbundin mörk fyrir fjölda varpfugla í lausagöngu og frá þeim tíma er ástand mála hjá Brúneggjum með öllu óásættanlegt,“ segir í svari ráðherrans. Þá var fjöldi varpfugla í lausagöngu ákvarðaður að hámarki 9 fuglar á fermetra. Þá voru skráð alvarleg frávik vegna fjölda fugal í varphúsum hjá Brúneggjum. Einnig voru skráð frávik vegna loftgæða, undirburðar, hollustuhátta og bústjórnar. Var þá krafist úrbóta ogundirbúningur hafinn að vörslusviptingu og stöðvun starfsemi. „Að loknum þeim málarekstri og að fengnum andmælum frá Brúneggjum var síðan tilkynnt um aðgerðir gegn fyrirtækinu í byrjun nóvember 2015. Fuglum var fækkað og bætt úr öðrum ágöllum en áfram var unnið með tilteknar úrbætur og þá ekki síst vegna loftræstingar.“ Eins og fyrr segir var Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á dýravelferðarlögum af hálfu Brúneggja þann 25. nóvember 2016. Þá hafði Matvælastofnun upplýst ráðuneytið að Brúnegg ehf. uppfylltu mögulega ekki skilyrði reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu með tölvupósti frá starfsmanni stofnunarinnar til ráðuneytisins hinn 19. desember 2013. Þar kom fram að Matvælastofnun taldi að neytendur væru blekktir með merkingu eggja frá Brúneggjum ehf. Þá benti Matvælastofnun á að hún hefði reglubundið eftirlit með framleiðslu eggja en þrátt fyrir það hefði stofnunin ekki eftirlit með vistvænni framleiðslu eggja. Mál Brúneggja var þó aldrei kært til ráðuneytisins og þess vegna hafði ráðuneytið ekki upplýsingar um möguleg brot á lögum um velferð dýra í fyrrgreindu máli fyrr en stuttu fyrir umfjöllun Kastljóss. Stærstu matvælaverslanir landsins lokuðu á fyrirtækið í nóvember.Vísir/Anton Úttekt á starfsumhverfi Matvælastofnunar Ráðherra hefur falið Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og dr. Ólafi Oddgeirssyni, dýralækni og framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrirtækisins Food Control Consultants Ltd. í Skotlandi, að fara yfir og gera úttekt á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. „Sérfræðingarnir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um velferð dýra og matvælaeftirlit, ásamt því að greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu,” segir í svari ráðherra. Þar segir jafnframt að starfsmenn ráðuneytisins muni fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi Matvælastofnunar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. „Sérfræðingarnir munu jafnframt skoða sérstaklega rekstur, skipulag og stjórnun stofnunarinnar og hvernig atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sinnir almennum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi hennar. Loks verður óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara varðandi framangreinda þætti, tillögum um breytingar á lögum og öðru því sem telja má að geti eflt framkvæmd með lögum um velferð dýra og matvælaeftirlit.“ Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í lok febrúar á þessu ári. Aðspurð um skýringar á því hvers vegna upplýsingar um blekkingar við merkingu matvæla hafi ekki ratað til almennigs fyrr segir ráðherra að Matvælastofnun hafi þá hvorki haft eftirlit með vistvænni landbúnaðarframleiðslu né vald til að sinna eftirliti með settum skilyrðum eða til að taka ákvarðanir vegna frávika og brota á reglugerð. Í svari ráðherra segir ennfremur að við heildarendurskoðun á lögum um matvælastofnun verði sérstaklega skoðað hvort tilefni sé til að skylda eftirlitsaðila til að upplýsa almenning og fjölmiðla um niðurstöður úr eftirliti eða ekki.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir Eigendur Múlakaffis og Dalsárrós vildu kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. 1. febrúar 2017 19:15 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Krefjast gagna frá MAST um öll alvarleg frávik í matvælaframleiðslu Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu. 5. desember 2016 12:00 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Sjá meira
Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34
Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir Eigendur Múlakaffis og Dalsárrós vildu kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. 1. febrúar 2017 19:15
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30
Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44
Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09
Krefjast gagna frá MAST um öll alvarleg frávik í matvælaframleiðslu Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu. 5. desember 2016 12:00