Svipmynd Markaðarins: Spilar fótbolta og ætlar á skíði í vetrarfríinu Haraldur Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir Donald Trump hafa komið sér mest á óvart á árinu. mynd/stefán Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Donald Trump Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Donald Trump Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira