Zuckerberg birtir 6000 orða stefnuyfirlýsingu um framtíð Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 22:16 Mark Zuckerberg. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til. Facebook Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til.
Facebook Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira