Strákurinn fær annað stefnumót með tennisstjörnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 12:15 John Goehrke og Eugenie Bouchard náðu vel saman. Mynd/Twitter-síða Eugenie Bouchard Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017 Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017
Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira