Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Steve Bannon, ráðgjafi hans, við innsetningarathöfn forsetans. Nordicphotos/AFP Fjölmargir forsetar hafa ráðið áberandi ráðgjafa. Sumir þessara ráðgjafa hafa verið grunaðir um að ákveða stefnuna á bak við tjöldin. En við höfum aldrei orðið vitni að ráðgjafa sem hefur tryggt sér jafn mikið vald og Stephen Bannon. Né heldur höfum við séð mann valda yfirmanni sínum svo miklum álitshnekki.“ Svona hefst skoðanagrein sem birtist í New York Times í lok janúarmánaðar. Öll ritstjórn blaðsins kvittar undir greinina sem fjallar um Stephen K. Bannon, oftast kallaður Steve, aðalráðgjafa forseta Bandaríkjanna. Skipan Bannons í embættið hefur verið gagnrýnd. Hefur Bannon verið sagður gyðingahatari, kynþáttahatari og kvenhatari. Þá hefur hann verið kallaður brúðumeistari Trumps. Um sama leyti og fyrrnefnd grein birtist í New York Times fór myllumerkið #StopPresidentBannon á flug á Twitter. Leið Bannons í embætti aðalráðgjafa er hins vegar líkt og í skáldsögu. Fáir hafa skrautlegri ferilskrá og rýndi Fréttablaðið í fyrri störf Steves Bannon.Úr háskóla í herinnBannon útskrifaðist úr Virginia Tech háskóla með BA-gráðu í skipulagsfræðum. Þaðan lá leiðin í meistaranám í þjóðaröryggisfræðum við Georgetown University School of Foreign Service og loks í MBA-nám við Harvard. Á milli þess að nema skipulagsfræði og þjóðaröryggisfræði skráði Bannon sig hins vegar í sjóher Bandaríkjanna þar sem hann þjónaði frá árinu 1976 til 1983. Var hann í áhöfn herskipsins Paul F. Foster á Kyrrahafi.Andrew Breitbart var samherji Bannons á meðan hann lifði. Hann lést árið 2012, 43 ára að aldri.Nordicphotos/AFPFjárfestir og frömuðurÞegar Bannon fór út á vinnumarkaðinn eftir nám og herþjónustu var hann ráðinn til fjárfestingabankans Goldman Sachs. Vann hann sig þar upp í stöðu varaforseta fyrirtækisins. Eftir nokkurra ára starf fyrir Goldman Sachs stofnaði Bannon fjárfestingabankann Bannon & Co. með nokkrum samstarfsmönnum. Þegar hér er komið sögu verður sagan af ferli Bannons skrautleg. Eftirminnilegasta verkefni Bannon & Co. var að hafa umsjón með sölu fyrirtækisins Castle Rock Entertainment til stofnanda CNN, Ted Turner. Fyrir þátt sinn í viðskiptunum öðlaðist Bannon hluta af réttindum fyrir fimm sjónvarpsþætti. Á meðal þeirra var nýr þáttur, kominn á sína þriðju þáttaröð, er nefndist Seinfeld. Átti Bannon eftir að græða milljarða á þeim réttindum.Kvikmyndir og BreitbartEn Seinfeld er ekki einu tengsl Bannons við skemmtanabransann. Frá árinu 1990 hefur Bannon framleitt átján kvikmyndir. Allt frá glæpa-tryllinum the Indian Runner úr smiðju Seans Penn og til heimildamyndarinnar In the Face of Evil um Bandaríkjaforsetann Ronald Reagan. Við framleiðslu myndarinnar um Reagan kynntist Bannon íhaldsmanninum og blaðamanninum Andrew Breitbart. Kynnin urðu til þess að Bannon varð einn stofnenda fréttasíðunnar Breitbart News. Miðillinn var síðar gagnrýndur fyrir öfgakenndar skoðanir á minnihlutahópum. Með því hófust eiginleg afskipti Bannons af stjórnmálum.Bannon er hann stýrði útvarpsþætti Breitbart News á SiriusXM Patriot.Nordicphotos/AFPBannon átti eftir að vinna að ýmsu fyrir Breitbart News. Framleiðsla hans á heimildamyndum um íhaldssamar konur, Söru Palin og Occupy-hreyfinguna urðu til þess að Breitbart sjálfur lýsti Bannon sem „Leni Riefenstahl Teboðshreyfingarinnar“. Þá stýrði hann einnig útvarpsþætti Breitbart News á útvarpsstöðinni SiriusXM Patriot. Eftir andlát Breitbarts árið 2012 tók Bannon við stöðu framkvæmdastjóra Breitbart News og gegndi henni til ársins 2016. Á sama tíma hafði hann stofnað samtök sem fylgdust með kjörnum fulltrúum, Government Accountability Institute. Komu samtökin að útgáfu bókarinnar Clinton Cash þar sem Bill og Hillary Clinton eru sökuð um ýmislegt misjafnt.Bannon seldi tölvuleikjagull.Nordicphotos/AFPWarcraft og geimferðirEn Bannon hefur ekki eingöngu framleitt kvikmyndir og séð um sölu fyrirtækja. Á meðal þess óvenjulegasta sem hann hefur fengist við er stýring rannsóknarverkefnisins Biosphere 2 í eyðimörkinni í Arizona-ríki. Á tíma sínum við stjórnvölinn einbeitti Biosphere 2 sér að geimkönnun og mögulegum nýlendum mannkyns í geimnum. Þegar fram liðu stundir fór verkefnið hins vegar að snúast um loftslagsbreytingar og mengun. Hið allra sérkennilegasta á ferilskrá Bannon er hins vegar starf hans fyrir Internet Gaming Entertainment. Árið 2006 taldi Bannon félaga sína hjá Goldman Sachs á að fjárfesta í fyrirtækinu. Var það gert og settist Bannon í stjórn IGE. Á þeim tíma var eitt helsta verkefni fyrirtækisins að selja spilurum tölvuleiksins World of Warcraft stafrænan gjaldmiðil leiksins, gull, fyrir raunverulega peninga. Þar sem slíkt braut gegn notendaskilmálum leiksins fór einn spilari í mál við Internet Gaming Entertainment. Við það tók fyrirtækið krappa dýfu. Það reis hins vegar úr öskunni, breytti nafninu í Affinity Media og réð Bannon framkvæmdastjóra. Því starfi gegndi hann frá 2007 til 2011. Undir því nafni rak fyrirtækið meðal annars leitarvélar og spjallborð fyrir tölvuleiki.Bannon hefur verið harðlega mótmælt.nordicphotos/AFPAfhjúpandi kosningabaráttaEftir talsverða erfiðleika í herbúðum Donalds Trump í kosningabaráttunni síðastliðið sumar var ákveðið að skipta um manninn í brúnni. Tók því Bannon við stöðu framkvæmdastjóra framboðsins í ágúst. Það reyndist farsæl ákvörðun því Trump sigraði í kosningunum. Í kosningabaráttunni fékk heimsbyggðin hins vegar að kynnast bæði Bannon og Breitbart News betur. Hefur því verið haldið fram að Bannon og Breitbart News hafi hatursfullar skoðanir á konum, gyðingum og innflytjendum svo fátt eitt sé nefnt. Þá var kæra Mary Louise Piccard frá árinu 1995 dregin fram í sviðsljósið. Piccard var á þeim tíma eiginkona Bannons og sakaði hann um heimilisofbeldi. Dómstóll felldi málið hins vegar niður þar sem Piccard mætti ekki fyrir rétt. Síðar sagðu Piccard ástæðu fjarvistarinnar þá að Bannon og lögfræðingur hans hafi hótað sér. En nú er Bannon kominn í Hvíta húsið sem aðalráðgjafi. Þar situr hann einnig í öryggisráði Bandaríkjanna og talar um fjölmiðla sem stjórnarandstöðuna í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fjölmargir forsetar hafa ráðið áberandi ráðgjafa. Sumir þessara ráðgjafa hafa verið grunaðir um að ákveða stefnuna á bak við tjöldin. En við höfum aldrei orðið vitni að ráðgjafa sem hefur tryggt sér jafn mikið vald og Stephen Bannon. Né heldur höfum við séð mann valda yfirmanni sínum svo miklum álitshnekki.“ Svona hefst skoðanagrein sem birtist í New York Times í lok janúarmánaðar. Öll ritstjórn blaðsins kvittar undir greinina sem fjallar um Stephen K. Bannon, oftast kallaður Steve, aðalráðgjafa forseta Bandaríkjanna. Skipan Bannons í embættið hefur verið gagnrýnd. Hefur Bannon verið sagður gyðingahatari, kynþáttahatari og kvenhatari. Þá hefur hann verið kallaður brúðumeistari Trumps. Um sama leyti og fyrrnefnd grein birtist í New York Times fór myllumerkið #StopPresidentBannon á flug á Twitter. Leið Bannons í embætti aðalráðgjafa er hins vegar líkt og í skáldsögu. Fáir hafa skrautlegri ferilskrá og rýndi Fréttablaðið í fyrri störf Steves Bannon.Úr háskóla í herinnBannon útskrifaðist úr Virginia Tech háskóla með BA-gráðu í skipulagsfræðum. Þaðan lá leiðin í meistaranám í þjóðaröryggisfræðum við Georgetown University School of Foreign Service og loks í MBA-nám við Harvard. Á milli þess að nema skipulagsfræði og þjóðaröryggisfræði skráði Bannon sig hins vegar í sjóher Bandaríkjanna þar sem hann þjónaði frá árinu 1976 til 1983. Var hann í áhöfn herskipsins Paul F. Foster á Kyrrahafi.Andrew Breitbart var samherji Bannons á meðan hann lifði. Hann lést árið 2012, 43 ára að aldri.Nordicphotos/AFPFjárfestir og frömuðurÞegar Bannon fór út á vinnumarkaðinn eftir nám og herþjónustu var hann ráðinn til fjárfestingabankans Goldman Sachs. Vann hann sig þar upp í stöðu varaforseta fyrirtækisins. Eftir nokkurra ára starf fyrir Goldman Sachs stofnaði Bannon fjárfestingabankann Bannon & Co. með nokkrum samstarfsmönnum. Þegar hér er komið sögu verður sagan af ferli Bannons skrautleg. Eftirminnilegasta verkefni Bannon & Co. var að hafa umsjón með sölu fyrirtækisins Castle Rock Entertainment til stofnanda CNN, Ted Turner. Fyrir þátt sinn í viðskiptunum öðlaðist Bannon hluta af réttindum fyrir fimm sjónvarpsþætti. Á meðal þeirra var nýr þáttur, kominn á sína þriðju þáttaröð, er nefndist Seinfeld. Átti Bannon eftir að græða milljarða á þeim réttindum.Kvikmyndir og BreitbartEn Seinfeld er ekki einu tengsl Bannons við skemmtanabransann. Frá árinu 1990 hefur Bannon framleitt átján kvikmyndir. Allt frá glæpa-tryllinum the Indian Runner úr smiðju Seans Penn og til heimildamyndarinnar In the Face of Evil um Bandaríkjaforsetann Ronald Reagan. Við framleiðslu myndarinnar um Reagan kynntist Bannon íhaldsmanninum og blaðamanninum Andrew Breitbart. Kynnin urðu til þess að Bannon varð einn stofnenda fréttasíðunnar Breitbart News. Miðillinn var síðar gagnrýndur fyrir öfgakenndar skoðanir á minnihlutahópum. Með því hófust eiginleg afskipti Bannons af stjórnmálum.Bannon er hann stýrði útvarpsþætti Breitbart News á SiriusXM Patriot.Nordicphotos/AFPBannon átti eftir að vinna að ýmsu fyrir Breitbart News. Framleiðsla hans á heimildamyndum um íhaldssamar konur, Söru Palin og Occupy-hreyfinguna urðu til þess að Breitbart sjálfur lýsti Bannon sem „Leni Riefenstahl Teboðshreyfingarinnar“. Þá stýrði hann einnig útvarpsþætti Breitbart News á útvarpsstöðinni SiriusXM Patriot. Eftir andlát Breitbarts árið 2012 tók Bannon við stöðu framkvæmdastjóra Breitbart News og gegndi henni til ársins 2016. Á sama tíma hafði hann stofnað samtök sem fylgdust með kjörnum fulltrúum, Government Accountability Institute. Komu samtökin að útgáfu bókarinnar Clinton Cash þar sem Bill og Hillary Clinton eru sökuð um ýmislegt misjafnt.Bannon seldi tölvuleikjagull.Nordicphotos/AFPWarcraft og geimferðirEn Bannon hefur ekki eingöngu framleitt kvikmyndir og séð um sölu fyrirtækja. Á meðal þess óvenjulegasta sem hann hefur fengist við er stýring rannsóknarverkefnisins Biosphere 2 í eyðimörkinni í Arizona-ríki. Á tíma sínum við stjórnvölinn einbeitti Biosphere 2 sér að geimkönnun og mögulegum nýlendum mannkyns í geimnum. Þegar fram liðu stundir fór verkefnið hins vegar að snúast um loftslagsbreytingar og mengun. Hið allra sérkennilegasta á ferilskrá Bannon er hins vegar starf hans fyrir Internet Gaming Entertainment. Árið 2006 taldi Bannon félaga sína hjá Goldman Sachs á að fjárfesta í fyrirtækinu. Var það gert og settist Bannon í stjórn IGE. Á þeim tíma var eitt helsta verkefni fyrirtækisins að selja spilurum tölvuleiksins World of Warcraft stafrænan gjaldmiðil leiksins, gull, fyrir raunverulega peninga. Þar sem slíkt braut gegn notendaskilmálum leiksins fór einn spilari í mál við Internet Gaming Entertainment. Við það tók fyrirtækið krappa dýfu. Það reis hins vegar úr öskunni, breytti nafninu í Affinity Media og réð Bannon framkvæmdastjóra. Því starfi gegndi hann frá 2007 til 2011. Undir því nafni rak fyrirtækið meðal annars leitarvélar og spjallborð fyrir tölvuleiki.Bannon hefur verið harðlega mótmælt.nordicphotos/AFPAfhjúpandi kosningabaráttaEftir talsverða erfiðleika í herbúðum Donalds Trump í kosningabaráttunni síðastliðið sumar var ákveðið að skipta um manninn í brúnni. Tók því Bannon við stöðu framkvæmdastjóra framboðsins í ágúst. Það reyndist farsæl ákvörðun því Trump sigraði í kosningunum. Í kosningabaráttunni fékk heimsbyggðin hins vegar að kynnast bæði Bannon og Breitbart News betur. Hefur því verið haldið fram að Bannon og Breitbart News hafi hatursfullar skoðanir á konum, gyðingum og innflytjendum svo fátt eitt sé nefnt. Þá var kæra Mary Louise Piccard frá árinu 1995 dregin fram í sviðsljósið. Piccard var á þeim tíma eiginkona Bannons og sakaði hann um heimilisofbeldi. Dómstóll felldi málið hins vegar niður þar sem Piccard mætti ekki fyrir rétt. Síðar sagðu Piccard ástæðu fjarvistarinnar þá að Bannon og lögfræðingur hans hafi hótað sér. En nú er Bannon kominn í Hvíta húsið sem aðalráðgjafi. Þar situr hann einnig í öryggisráði Bandaríkjanna og talar um fjölmiðla sem stjórnarandstöðuna í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira