Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 20:58 Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. vísir/epa Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00