Horfðu á 27 milljarða gufa upp Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 2. febrúar 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í gær að fyrirtækið sé að skoða ýmsar leiðir til hagræðingar. „Þetta kom öllum í opna skjöldu. Það er ljóst að samkeppnin hefur haft meiri áhrif á félagið en menn gerðu ráð fyrir og sem dæmi munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um afkomuviðvörunina sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gær. Skeyti fyrirtækisins varð til þess að hlutabréf Icelandair Group féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út. Gengi hlutabréfa þess nam við lokun markaða 16,8 krónum á hlut og hefur því fallið um 57 prósent á aðeins níu mánuðum. Markaðsvirði félagsins hefur á þeim tíma lækkað um rúmlega 110 milljarða en þegar það stóð hvað hæst voru bréf Icelandair metin á um 195 milljarða.Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance.Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma átta milljarða. „Það er samkeppnin, ekki síst frá lággjaldaflugfélögum, sem er að herja á Icelandair og hafa áhrif á rekstur félagsins og mögulega meira en menn töldu. Bókanir eru minni sem þýðir auðvitað að menn eru að sækja sér flug hjá öðrum fyrirtækjum í meira mæli en áður. Icelandair hefur verið lykilflugfélag og verður það mögulega áfram en það er ljóst að menn eru að láta finna vel fyrir sér í samkeppninni,“ segir Guðlaugur.Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka.„Skilaboðin í afkomuviðvöruninni eru önnur en við höfum verið að lesa út úr til dæmis flutningatölum síðasta árs. Það er þokkaleg afkoma sem félagið býst við á síðasta fjórðungi 2016 og því kom þetta mjög á óvart eins og sást á markaðnum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka. Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna. Líkt og Icelandair gerði í afkomuviðvöruninni benda Guðlaugur og Stefán Broddi á að staða flugfélagsins sé enn sterk. „Flugstarfsemi er mjög sveiflukennd og er svo alþjóðleg að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hana sem félögin geta ekki stýrt nema að litlu leyti. Félagið hefur boðað að það sé að bregðast við og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Stefán Broddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
„Þetta kom öllum í opna skjöldu. Það er ljóst að samkeppnin hefur haft meiri áhrif á félagið en menn gerðu ráð fyrir og sem dæmi munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um afkomuviðvörunina sem Icelandair Group sendi Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gær. Skeyti fyrirtækisins varð til þess að hlutabréf Icelandair Group féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út. Gengi hlutabréfa þess nam við lokun markaða 16,8 krónum á hlut og hefur því fallið um 57 prósent á aðeins níu mánuðum. Markaðsvirði félagsins hefur á þeim tíma lækkað um rúmlega 110 milljarða en þegar það stóð hvað hæst voru bréf Icelandair metin á um 195 milljarða.Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance.Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma átta milljarða. „Það er samkeppnin, ekki síst frá lággjaldaflugfélögum, sem er að herja á Icelandair og hafa áhrif á rekstur félagsins og mögulega meira en menn töldu. Bókanir eru minni sem þýðir auðvitað að menn eru að sækja sér flug hjá öðrum fyrirtækjum í meira mæli en áður. Icelandair hefur verið lykilflugfélag og verður það mögulega áfram en það er ljóst að menn eru að láta finna vel fyrir sér í samkeppninni,“ segir Guðlaugur.Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka.„Skilaboðin í afkomuviðvöruninni eru önnur en við höfum verið að lesa út úr til dæmis flutningatölum síðasta árs. Það er þokkaleg afkoma sem félagið býst við á síðasta fjórðungi 2016 og því kom þetta mjög á óvart eins og sást á markaðnum,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, yfirmaður greiningardeildar Arion banka. Stærstu hluthafar Icelandair eru lífeyrissjóðir en þeir eiga samanlagt meira en helmingshlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafinn með 14,7 prósenta hlut og því hefur þessi hlutabréfalækkun rýrt verulega verðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfa Icelandair var í hæstu hæðum nam virði þess hlutar sem sjóðurinn átti um 29 milljörðum en við lokun markaða í gær var markaðsverðmæti hans komið niður í rúmlega tólf milljarða króna. Líkt og Icelandair gerði í afkomuviðvöruninni benda Guðlaugur og Stefán Broddi á að staða flugfélagsins sé enn sterk. „Flugstarfsemi er mjög sveiflukennd og er svo alþjóðleg að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hana sem félögin geta ekki stýrt nema að litlu leyti. Félagið hefur boðað að það sé að bregðast við og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Stefán Broddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira