Sport

Fyrsta konan sem er í aðalbardaga á stóru boxkvöldi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Claressa með gullið á ÓL í Ríó.
Claressa með gullið á ÓL í Ríó. vísir/getty
Bjartasta vonin í kvennahnefaleikum, Claressa Shields, er á hraðri leið upp á stjörnuhimininn og hún hefur nú endurskrifað söguna.

Er hún berst við hina ungversku Szilvia Szabados í Las Vegas þann 10. mars verður það aðalbardagi kvöldsins.

Þetta er stórt kvöld hjá Showtime-sjónvarpsstöðinni og þarf að greiða sérstakt gjald (Pay Per View) til þess að sjá aðalbardagana.

Þetta segir mikið um væntingarnar sem gerðar eru til Shields. Ronda Rousey sýndi hjá UFC að konur geta vel trekkt að fjölda áhorfenda í Pay Per View og nú er komið að Shields að gera slíkt hið sama fyrir hnefaleikana.

Shields vann gull á Ólympíuleikunum 2012 og 2016. Svo gerðist hún atvinnumaður. Hún var þá búin að vinna 77 af 78 bardögum sínum sem áhugamaður.

Gerð var skemmtileg heimildarmynd um hana fyrir leikana 2012 sem hjálpaði til við að gera hana að stjörnu.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×