Innlent

Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í dag. vísir/vilhelm
Lífsýni í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur voru meðal annars tekin af klæðnaði sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq. Mbl.is greinir frá.

Fleiri lífsýni voru tekin í rauðri Kia Rio bifreið sem staðfest er að annar sakborninganna hafði á leigu frá föstudegi til laugardags í síðustu viku. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, hefur jafnframt staðfest að blóð hefði fundist í bifreiðinni.

Í frétt mbl.is kemur að sama skapi fram að yfirheyrslur hefðu leitt það í ljós að annar sakborninganna hafi verið undir áhrifum áfengis á föstudagskvöldið. Upptökur eftirlitsmyndavéla sýndi mennina þar sem þeir voru staddir í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, áður en Birna hvarf.

Annar þeirra grunuðu er um þrítugt en hinn í kringum 25 ára. Hvorugur þeirra var að heimsækja Ísland í fyrsta skipti.

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að mennirnir hafi verið fluttir á Litla-Hraun en þeir voru áður í einangrunarvist í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu.


Tengdar fréttir

Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni

Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×