Huldumaður krafðist þess að fá að fylla bílinn hjá leitarfólki á Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 12:30 Liðsmenn Blöndu og Húna frá Hvammstangi sem fóru á tveimur bílum til að aðstoða við leitina að Birnu í gær. Björgunarfélagið Blanda Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Huldumaður af norðvesturlandi tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á björgunarsveitarbíl sem flutti leitarfólk frá Blönduósi á suðvesturhornið á sunnudaginn til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Eins og fram hefur komið komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni um helgina frá fimmtíu slysavarnardeildum um land allt. Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, átti ekki heimangengt í þetta skiptið en níu manns héldu á tveimur bílum frá Blönduósi og Hvammstanga á sunnudaginn til að aðstoða við leitina. Frá leitinni í gær.Björgunarfélagið Blanda Kunnuglegt andlit á Blönduósi Björgunarsveitirnar fengu styrki og matargjafir af ýmsu formi um helgina og hvöttu margir olíufélögin til að greiða olíu á tæki sem notuð voru við leitina. Nánast allur bílafloti björgunarsveitanna var notaður við leitina auk fjórhjóla. Þegar liðsmenn Blöndu komu heim um kvöldmatarleytið í gær fóru þeir á bensínstöð N1 á Blönduósi til að fylla bílinn. Dreif þá að mann sem tók ekki annað í mál en að greiða fyrir olíuna á bílinn. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Blöndu og fjallaði DV um málið fyrr í dag. Hjálmar Björn segir að sá vilji alls ekki láta nafns síns getið en jánkar aðspurður hvort andlit mannsins sé kunnuglegt. Um fimmtán þúsund krónur kostaði að fylla bílinn. Hjálmar Björn hefur verið formaður Blöndu í tæpt ár en var áður formaður sveitarinnar í Varmahlíð. Hann er reynslumikill þegar kemur að björgunarsveitarstarfi. Aðspurður hvers vegna svo margir Íslendingar taki þátt í starfi björgunarsveita og sé boðinn og búinn til aðstoðar þegar bjátar á veltir hann hlutunum fyrir sér. Liðsmenn frá norðvesturlandi, svæði 9, við leitina í gær.Björgunarfélagið Blanda Góður félagsskapur „Þetta er að vissu leyti hálfgerð fíkn og adrenalín,“ segir Hjálmar Björn. Félagsskapurinn sé rosalega góður og hann kynnist fólki víða um land, vinskapur myndist. „Það gefur manni mjög mikið að geta hjálpað og aðstoðað þá sem eru í vanda.“ Hann bendir áhugasömum á að unglingadeildir séu starfandi víða um land þar sem best sé fyrir þá yngri að stíga sín fyrstu skref. Á Blönduósi sé deildin þó svo fámenn að miðað sé við átján ára aldur. „Fyrsta skref er að mæta og láta sjá sig.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent