Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 12:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. visir/vilhelm Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15