Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:30 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir „Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.Umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.„Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt og var bjartsýnn á framtíðina. Hann nefndi að þó svo að ytri aðstæður séu margt um góðar væri samt sem áður ástæða til breytinga. Ísland þurfi að vera samkeppnishæft við önnur lönd og lífsgæðin og stöðugleiki í efnahagsmálum skipti þar höfuð máli. „Þversögnin sem við blasir er að þjóðin þarf á tvennu að halda: Breytingum og stöðugleika. Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar, en engar kollsteypur,“ segir Benedikt og lagði áherslu á að stöðuleiki skipti sköpum í íslensku efnahagslífi og gæti talist til ákveðnar byltingar. Nefndi hann að uppsveifla í efnahagsmálum væri vissulega skemmtileg en fallið sem henni fylgi væri hins vegar ekki jafn skemmtilegt og hana beri að varast. Því væri það bylting fyrir íslendinga að hafa langvarandi stöðugleika og vexti og verðlag sem væri líkt því sem gerist erlendis. Hagur neytenda og valfrelsi þurfa að vera í forgrunni að mati Benedikts og nefnir hann þar sérstaklega að hægt sé að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum með samningum við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af vörum. Þetta muni tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum. Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
„Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.Umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.„Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt og var bjartsýnn á framtíðina. Hann nefndi að þó svo að ytri aðstæður séu margt um góðar væri samt sem áður ástæða til breytinga. Ísland þurfi að vera samkeppnishæft við önnur lönd og lífsgæðin og stöðugleiki í efnahagsmálum skipti þar höfuð máli. „Þversögnin sem við blasir er að þjóðin þarf á tvennu að halda: Breytingum og stöðugleika. Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar, en engar kollsteypur,“ segir Benedikt og lagði áherslu á að stöðuleiki skipti sköpum í íslensku efnahagslífi og gæti talist til ákveðnar byltingar. Nefndi hann að uppsveifla í efnahagsmálum væri vissulega skemmtileg en fallið sem henni fylgi væri hins vegar ekki jafn skemmtilegt og hana beri að varast. Því væri það bylting fyrir íslendinga að hafa langvarandi stöðugleika og vexti og verðlag sem væri líkt því sem gerist erlendis. Hagur neytenda og valfrelsi þurfa að vera í forgrunni að mati Benedikts og nefnir hann þar sérstaklega að hægt sé að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum með samningum við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af vörum. Þetta muni tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum.
Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15