Erlent

Vilja kanna hvort að Everest hafi lækkað

atli ísleifsson skrifar
Hæð Everest er um 8.848 metrar.
Hæð Everest er um 8.848 metrar. Vísir/AFP
Indverskir jarðvísindamenn tilkynntu í gær að þeir hyggist senda leiðangur upp á topp Everest-fjalls, hæsta tinds jarðar, til að komast að því hvort fjallið hafi lækkað.

Í frétt Guardian segir að tilgátur séu uppi um að það hafi gerst í jarðskjálftanum mikla sem skók Nepal árið 2015 með skelfilegum afleiðingum.

Þúsundir fórust í skjálftanum, sem var 7,8 stig og víða urðu breytingar á landslagi Himalaya-fjallgarðsins.

Gervitunglamælingar gefa til kynna að Everest hafi lækkað í skjálftanum en aðeins um örfáa sentimetra. Vísindamennirnir vilja fara á tindinn til að fá nákvæmari mælingar.

Hæð fjallsins er 8.848 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×