Stjórnarandstaðan sameinast um aukið aðhald gegn nýrri ríkisstjórn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2017 12:24 Ný ríkisstjórn er einungis með eins manns meirihluta. Aukið aðhald stjórnarandstöðunnar mun því geta gert stjórninni erfitt fyrir. vísir/ernir Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum. Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum.
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira