Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2017 11:05 Vísir Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00