Ég gef frá mér orku á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 06:30 Janus Daði kveður Hauka eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar þar sem hann mun leika undir stjórn Arons Kristjánssonar. vísir/anton Hinn 22 ára gamli Haukamaður Janus Daði Smárason verður væntanlega í stærra hlutverki á HM en margir bjuggust við. Hann nýtti tækifæri sín mjög vel í undirbúningsleikjunum og þar sem Aron Pálmarsson spilar ekki mun mínútum Janusar klárlega fjölga. „Maður þekkir þessa landsliðsrútínu nokkurn veginn eftir að hafa verið í yngri landsliðunum. Hótel og æfingar en þetta er auðvitað af allt öðru kaliberi hérna og það er frábært að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Janus Daði yfirvegaður er blaðamaður settist niður með honum í gær. Það er ekki að sjá á honum neitt stress. Hann kemur vel fyrir og virðist alls ekki vera á leið á sitt fyrsta stórmót með A-landsliðinu. „Mér var hent inn á eftir tíu mínútur í fyrsta leik í Danmörku og hef spilað mikið síðan þá. Maður er bara í núinu og mér líður ekkert öðruvísi en áður. Ég hélt ég færi á meira flug en er frekar rólegur. Ég er að vonast eftir því að fara í spennufall eftir mót og ég nái að njóta mín hérna. Mér líður rosalega vel. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að og verið að undirbúa sig fyrir. Nú er bara að sýna að maður eigi heima hérna. Annars er enginn tilgangur með því að standa í þessu.“ Frammistaða Janusar Daða í Danmörku kom mörgum þægilega á óvart. Hann virtist vera meira tilbúinn en búist var við og sérstakt að sjá leikmann í Olís-deildinni vera bestan í landsleik. „Ég held að ég gefi frá mér orku á vellinum. Það hefur oft verið mín sterka hlið. Það þýðir ekkert að koma inn í svona verkefni með einhverju hálfkáki. Sérstaklega þar sem margir hafa líkamlega yfirburði gegn mér. Þá verð ég að koma með eitthvað annað. Ég get komið með ferskleika. Er liðugur og passlega snöggur. Ég hef þráð þetta lengi og því reyni ég að sjálfsögðu að nýta tækifærið í botn,“ segir Janus Daði en hann er klár í að taka meiri ábyrgð þar sem Aron er farinn heim. „Það er hrikalega vont að missa Aron en þá tökum við á því og neglum þetta. Ég og fleiri fáum örlítið stærra hlutverk og við verðum að þjappa okkur saman. Oft þegar besti maðurinn fær rautt spjald þá þjappa hinir sér saman og kemur aukaorka í liðið. Mér finnst ég vera tilbúinn og svo verður að koma í ljós hvort ég höndla þetta. Á mínum stutta ferli hef ég venjulega verið í stóru hlutverki í mínum liðum og axlað mikla ábyrgð. Ég virðist nærast vel í slíku umhverfi og ég vil líka vera í þannig umhverfi.“ Eftir tímabilið heldur Janus Daði utan en hann hefur samið við topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Álaborg. Janus Daði þekkir vel til þar í landi eftir að hafa alist þar upp í fimm ár frá þriggja ára aldri. Hann fór svo til Árósa og spilaði með unglingaliði félagsins áður en hann kom í Hauka. „Mér líst hrikalega vel á þetta og ég vildi fara til Danmerkur. Þetta er frábær lending fyrir mig. Ég kann tungumálið og svo eru þrír Íslendingar þarna fyrir. Þetta er lið í toppnum í Danmörku og ætlar sér stóra hluti. Ég held ég geti haldið áfram að taka framförum þarna. Það gengur vel hjá mér þessa dagana og ég verð að nýta meðbyrinn,“ segir þessi klóki leikmaður en hann samdi til þriggja ára við Álaborg. „Vonandi verð ég þá orðinn nógu góður í eitthvað enn stærra. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma og auðvitað langar mig einn daginn að spila í Meistaradeildinni og svona. Núna er ég á HM og það er leikur fram undan sem á alla mína athygli. Við höfum engu að tapa og ætlum að mæta beittir og grimmir. Við höfum bullandi trú á okkur og gætum allt eins komið á óvart.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Haukamaður Janus Daði Smárason verður væntanlega í stærra hlutverki á HM en margir bjuggust við. Hann nýtti tækifæri sín mjög vel í undirbúningsleikjunum og þar sem Aron Pálmarsson spilar ekki mun mínútum Janusar klárlega fjölga. „Maður þekkir þessa landsliðsrútínu nokkurn veginn eftir að hafa verið í yngri landsliðunum. Hótel og æfingar en þetta er auðvitað af allt öðru kaliberi hérna og það er frábært að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Janus Daði yfirvegaður er blaðamaður settist niður með honum í gær. Það er ekki að sjá á honum neitt stress. Hann kemur vel fyrir og virðist alls ekki vera á leið á sitt fyrsta stórmót með A-landsliðinu. „Mér var hent inn á eftir tíu mínútur í fyrsta leik í Danmörku og hef spilað mikið síðan þá. Maður er bara í núinu og mér líður ekkert öðruvísi en áður. Ég hélt ég færi á meira flug en er frekar rólegur. Ég er að vonast eftir því að fara í spennufall eftir mót og ég nái að njóta mín hérna. Mér líður rosalega vel. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að og verið að undirbúa sig fyrir. Nú er bara að sýna að maður eigi heima hérna. Annars er enginn tilgangur með því að standa í þessu.“ Frammistaða Janusar Daða í Danmörku kom mörgum þægilega á óvart. Hann virtist vera meira tilbúinn en búist var við og sérstakt að sjá leikmann í Olís-deildinni vera bestan í landsleik. „Ég held að ég gefi frá mér orku á vellinum. Það hefur oft verið mín sterka hlið. Það þýðir ekkert að koma inn í svona verkefni með einhverju hálfkáki. Sérstaklega þar sem margir hafa líkamlega yfirburði gegn mér. Þá verð ég að koma með eitthvað annað. Ég get komið með ferskleika. Er liðugur og passlega snöggur. Ég hef þráð þetta lengi og því reyni ég að sjálfsögðu að nýta tækifærið í botn,“ segir Janus Daði en hann er klár í að taka meiri ábyrgð þar sem Aron er farinn heim. „Það er hrikalega vont að missa Aron en þá tökum við á því og neglum þetta. Ég og fleiri fáum örlítið stærra hlutverk og við verðum að þjappa okkur saman. Oft þegar besti maðurinn fær rautt spjald þá þjappa hinir sér saman og kemur aukaorka í liðið. Mér finnst ég vera tilbúinn og svo verður að koma í ljós hvort ég höndla þetta. Á mínum stutta ferli hef ég venjulega verið í stóru hlutverki í mínum liðum og axlað mikla ábyrgð. Ég virðist nærast vel í slíku umhverfi og ég vil líka vera í þannig umhverfi.“ Eftir tímabilið heldur Janus Daði utan en hann hefur samið við topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, Álaborg. Janus Daði þekkir vel til þar í landi eftir að hafa alist þar upp í fimm ár frá þriggja ára aldri. Hann fór svo til Árósa og spilaði með unglingaliði félagsins áður en hann kom í Hauka. „Mér líst hrikalega vel á þetta og ég vildi fara til Danmerkur. Þetta er frábær lending fyrir mig. Ég kann tungumálið og svo eru þrír Íslendingar þarna fyrir. Þetta er lið í toppnum í Danmörku og ætlar sér stóra hluti. Ég held ég geti haldið áfram að taka framförum þarna. Það gengur vel hjá mér þessa dagana og ég verð að nýta meðbyrinn,“ segir þessi klóki leikmaður en hann samdi til þriggja ára við Álaborg. „Vonandi verð ég þá orðinn nógu góður í eitthvað enn stærra. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma og auðvitað langar mig einn daginn að spila í Meistaradeildinni og svona. Núna er ég á HM og það er leikur fram undan sem á alla mína athygli. Við höfum engu að tapa og ætlum að mæta beittir og grimmir. Við höfum bullandi trú á okkur og gætum allt eins komið á óvart.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira