Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2017 14:42 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í gær en svolítið pirraður eftir leik. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30
„Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti