Þingsályktun um þjóðaratkvæði á síðasta ári kjörtímabilsins 15. janúar 2017 13:14 Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Sjá meira