Innlent

Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá blaðamannafundi lögreglunnar.
Frá blaðamannafundi lögreglunnar. Vísir/Anton Brink
Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu frá borgurum vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þessar ábendingar hafa engu skilað. Leit björgunarsveitarmanna í miðbæ Reykjavíkur skilaði heldur engum vísbendingum.

Vísbendingar frá borgurum hafa aðallega beinst að því hvar er að finna eftirlitsmyndavélar í miðbænum og hvort eitthvað leynist á þeim.

Lögreglan hefur fengið að fara inn á Facebook-aðgang hennar en lögreglan fékk leyfi frá fjölskyldunni til að gera það.

Sporhundar misstu slóð á Laugavegi 31 við leit í miðbænum í gær, á sama stað og Birna sást síðast.

Lögreglan segist rannsaka málið sem mannshvarf. Ekki eru upplýsingar sem benda til þess að það hafi átt sér refsiverð háttsemi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×