Innlent

Allsherjarútkall í birtingu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá leitinni í gær.
Frá leitinni í gær. vísir/vilhelm
Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa verið boðuð til leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem ekkert hefur spurst til frá aðfaranótt laugardags. Hlé hefur verið gert á leitinni um stund en henni verður framhaldið í birtingu.

Umfangsmikil leit fór fram í allan nótt en hún hefur enn engan árangur boðið. Hún beindist að Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi og nótt, þar sem skópar, eins og hún var í, fannst við höfnina.

Fyrr í gær var leitað í Urriðaholti og í Heiðmörk þar sem farsímasendar þar námu best þegar slökkt var handvirkt á farsíma Birnu á laugardagsmorgninum.

Heldur fækkaði í hópi leitarmanna í nótt en sem fyrr segir verður þeim fjölgað aftur með morgninum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×