Innlent

Kafbátur, kafarar, drónar og hundar í Hafnarfirði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Umfangsmikil leit stendur yfir.
Umfangsmikil leit stendur yfir. vísir/eyþór
Mikill viðbúnaður er við Hafnarfjarðarhöfn vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem ekkert hefur spurst til frá aðfaranótt laugardags. Leitað er á stóru svæði umhverfis höfnina en yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn eru nú að störfum.

Notast er við dróna frá Landsbjörg og sérsveit ríkislögreglustjóra, auk ómannaðs kafbáts. Þá eru nokkrir kafarar við leitina, nokkrir leitarhundar og sporhundur, svo fátt eitt sé nefnt.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að um afar umfangsmikla leit sé að ræða og að öllum tiltækum ráðum verði beitt. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni síðar í dag og þyrlufyrirtæki hafa boðið fram aðstoð sína.

Leitað er á stóru svæði umhverfis höfnina en skór sem taldir eru í eigu Birnu fundust þar skammt frá, eða við birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrarbraut. Lögreglan vinnur nú að því að fá upptökur úr eftirlitsmyndavélum Atlantsolíu og Trefja, en skórnir fundust á svæði á milli þessara fyrirtækja.

Einnig er notast við báta.vísir/eyþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×