Innlent

Bænastund fyrir Birnu í Hallgrímskirkju

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bænastundin hefst klukkan 21.00.
Bænastundin hefst klukkan 21.00. Vísir/GVA
Bænastund verður haldin í Hallgrímskirkju til stuðnings fjöskyldu Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust á aðfaranótt laugardags í miðbæ Reykjavíkur.

Bænastundin er skipulögð af fjölskylduvinum fjölskyldu Birnu sem hafa verið með Sigurlaugu Hreinsdóttur, móðir Birnu, í bænahóp. Bænastundin hefst klukkan 21.00 í kvöld en athygli er vakin á því að gengið er inn um suðurvæng kirkjunnar.

Vonast skipuleggjendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta til að sýna samhug í verki, kveikja á kerti og biðja fyrir Birnu, fjölskyldu hennar og aðstandendur.

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að Birnu og er rannsókn málsins í algjörum forgangi hjá lögregluyfirvöldum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×