Ole Gunnar Solskjær í viðræður um að taka við norska landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 22:04 Ole Gunnar að yfirgefa Molde? vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, er á leið í viðræður við norska knattspyrnusambandið um að taka við landsliði Noregs. Þetta kemur fram á vef norska blaðsins Verdens Gang í kvöld. Öystein Neerland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Molde, staðfestir við VG að það er búið að gefa þjálfaranum leyfi til að ræða við sambandið um að verða mögulega næsti landsliðsþjálfari. Norska landsliðið hefur verið þjálfaralaust síðan í nóvember þegar Per-Mathias Högmo var sagt upp störfum. Norska liðið er í svakalegri lægð og er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018. Það hefur fallið hratt niður heimslistann undanfarin misseri. Fram kemur í frétt VG að Solskjær er með klásúlu í samningi sínum sem gefur honum færi á að yfirgefa Molde og taka við norska landsliðinu bjóðist honum það. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hver niðurstaðan verður. Ole Gunnar Solskjær er að stýra Molde-liðinu í annað sinn en hann gerði það að Noregsmeisturum árið 2011 og 2012. Eftir misheppnaða dvöl hjá Cardiff í ensku úrvalsdeildinni hélt hann aftur heim og fékk starfið hjá Molde að nýju árið 2015. Hann keypti Víkinginn Óttar Magnús Karlsson, efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar í fyrra, eftir að síðasta tímabili hér heima lauk en svo gæti farið að framherjinn ungi fái ekki að spila deildarleik í Noregi undir stjórn fyrrverandi Manchester United-hetjunnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, er á leið í viðræður við norska knattspyrnusambandið um að taka við landsliði Noregs. Þetta kemur fram á vef norska blaðsins Verdens Gang í kvöld. Öystein Neerland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Molde, staðfestir við VG að það er búið að gefa þjálfaranum leyfi til að ræða við sambandið um að verða mögulega næsti landsliðsþjálfari. Norska landsliðið hefur verið þjálfaralaust síðan í nóvember þegar Per-Mathias Högmo var sagt upp störfum. Norska liðið er í svakalegri lægð og er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018. Það hefur fallið hratt niður heimslistann undanfarin misseri. Fram kemur í frétt VG að Solskjær er með klásúlu í samningi sínum sem gefur honum færi á að yfirgefa Molde og taka við norska landsliðinu bjóðist honum það. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hver niðurstaðan verður. Ole Gunnar Solskjær er að stýra Molde-liðinu í annað sinn en hann gerði það að Noregsmeisturum árið 2011 og 2012. Eftir misheppnaða dvöl hjá Cardiff í ensku úrvalsdeildinni hélt hann aftur heim og fékk starfið hjá Molde að nýju árið 2015. Hann keypti Víkinginn Óttar Magnús Karlsson, efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar í fyrra, eftir að síðasta tímabili hér heima lauk en svo gæti farið að framherjinn ungi fái ekki að spila deildarleik í Noregi undir stjórn fyrrverandi Manchester United-hetjunnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira