Innlent

Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu

Birgir Olgeirsson skrifar
Við Hverfisgötu safnaðist fólk saman utan við girðingu sem afmarkar svæði lögreglu.
Við Hverfisgötu safnaðist fólk saman utan við girðingu sem afmarkar svæði lögreglu. Vísir/Ernir
Fjöldi fólks var við lögreglustöðina við Hverfisgötu þegar lögreglan flutti þangað þrjá skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem handteknir voru vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags.

Polar Nanoq lagði við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan ellefu í kvöld en skömmu síðar mátti sjá lögreglumenn leiða skipverjana þrjá frá borði. Þegar lögregla ók svo með þá frá Hafnarfirði mátti sjá nokkurn fjölda bíla elta lögreglu niður að Hverfisgötu.

Við Hverfisgötu safnaðist fólk saman utan við girðingu sem afmarkar svæði lögreglu og mátti greina mikla spennu í hópnum. Sjá mátti karlmann fara inn fyrir svæðið og tekið stefnuna að lögreglumönnum þar sem hann smellti af mynd.

Lögreglumenn brugðust illa við manninum sem hljóp á brott og mátti heyra lögreglu segja manninum að halda sig utan svæðisins.

Karlmaðurinn sem fór inn fyrir afgirt svæði við lögregluna á Hverfisgötu og smellti af mynd.Vísir/Ernir
Sjá má myndband af atvikinu hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×