Innlent

Helmingi fleiri myndavélar þarf í miðbænum

Ásgeir Erlendsson skrifar
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnþór
Lögreglan segir eftirlitsmyndavélakerfið í miðbænum hafa reynst vel í gegnum tíðina en aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að helmingi fleiri vélar þurfi svo vel eigi að vera.

Um 20 eftirlitsmyndavélar, sem lögregla hefur beinan aðgang að, eru staðsettar í Kvosinni og í kringum Laugaveg. Lögreglan segir að vélarnar hafi reynst afar vel en þyrftu að vera mun fleiri því of mörg svæði eru ekki í mynd.

„Það hefur reynst okkur mjög vel. Við höfum vegna þeirra upplýst fullt af málum,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Margar vélanna eru um fimm ára gamlar og þykja öflugar í dagsbirtu. Í myrkri versna gæði margra þeirra umtalsvert. Jóhann bendir á að vélarnar séu samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínunnar. 

„Ef ég hefði helmingi fleiri vélar þá væri ég með miðbæinn mjög vel dekkaðan.“

Æskilegt væri að ljósnæmari vélar væru á vissum stöðum í miðborginni.

„Þá væri náttúrulega æskilegt að hafa svona með reglulegu millibili.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×