HBStatz: Arnór klikkar ekki í hraðaupphlaupum og frákastar vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 11:30 Arnór Þór Gunnarsson er eini hægri hornamaðurinn í landsliðshópnum sem fer á HM í Frakklandi. vísir/ernir Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15