Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira