Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 09:31 Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53