Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2016 12:26 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir ekki tilefni til þess að biðja Sigmund afsökunar. Vísir Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06