Karl Lagerfeld velur íslenskt Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 17:00 Lagerfeld þekkir tískubransann inn og út. Hér má sjá umfjöllun Vouge og forsíðu blaðsins. Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue. Íslensku húðdroparnir EGF Serum og 30 Day Treatment frá BIOEFFECT eru til umfjöllunar í desemberblaði franska Vogue sem hluti af húðvörum sem Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel tískuhússins, notar í sinni húðumhirðu. Karl sjálfur hafði umsjón yfir efnistök og hönnun desemberútgáfu Vogue. „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafn virtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni og bætir hún því við að þetta sé gríðarlega viðurkenning á vörum BIOEFFECT. „Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún ennfremur. Karl Lagerfeld prýðir forsíðu blaðsins sjálfur að þessu sinni. Tíska og hönnun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue. Íslensku húðdroparnir EGF Serum og 30 Day Treatment frá BIOEFFECT eru til umfjöllunar í desemberblaði franska Vogue sem hluti af húðvörum sem Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel tískuhússins, notar í sinni húðumhirðu. Karl sjálfur hafði umsjón yfir efnistök og hönnun desemberútgáfu Vogue. „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafn virtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni og bætir hún því við að þetta sé gríðarlega viðurkenning á vörum BIOEFFECT. „Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún ennfremur. Karl Lagerfeld prýðir forsíðu blaðsins sjálfur að þessu sinni.
Tíska og hönnun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira