Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:00 Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15
Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent