Bregðist við hækkandi húsnæðisverði Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að hækkun fasteignaverðs skýrist af hærra lóðaverði. Öðrum þáttum í byggingarkostnaði sé ekki um að kenna. Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira