Ísland átti tölu mótsins meðal allra milljarðanna sem horfðu á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 15:30 Áfram Ísland. Vísir/Samsett frá Getty Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira