Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Sunan Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 17:33 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur. Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur.
Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01