Netflix býður upp á niðurhal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hægt er að hlaða niður House of Cards. Nordicphotos/AFP Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira