Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. desember 2016 20:15 Ólafía er í góðri stöðu. mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira